Moppuhaus með þráhyggju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2018 13:23 Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona leikur sér með með nytjahluti og skemmtileg form á sýningunni Utan svæðis. Harbinger/Gulli Már Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira