Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:31 Annie Lööf er formaður Miðflokksins. Vísir/EPA Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03