Hakkarar Kim sakaðir um fjölda stafrænna bankarána Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 14:51 Hakkararnir eru sagðir hafa ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum frá 2014. Vísir/Getty Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar. Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar.
Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira