Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 17:51 Landamæravörður í Búrma nærri flóttamannabúðum róhingja í Bangaldess. Hundruð þúsunda þeirra flúðu yfir landamærin undan ofsóknum stjórnarhers Búrma. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra. Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra.
Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24