Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 17:51 Landamæravörður í Búrma nærri flóttamannabúðum róhingja í Bangaldess. Hundruð þúsunda þeirra flúðu yfir landamærin undan ofsóknum stjórnarhers Búrma. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra. Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra.
Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24