Missti sjónina í Ryder-bikarnum: „Ég hefði getað dáið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans en það gerðu ekki mótshaldarar. vísir/getty Corine Remande, áhorfandinn sem að fékk golfbolta í augað á fyrsta degi Ryder-bikarsins, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um atvikið en hún veitti BBC viðtal um málið. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka missti teighögg sitt út fyrir sjöttu brautina og fór boltinn í augað á Remande með þeim afleiðingum að augað hálfpartinn sprakk. „Læknirinn sagði eiginmanni mínum að það varð mikil sprenging í auganu og nú er ómögulegt fyrir mig að sjá með hægra auganu,“ segir Remande við BBC en hún mun að öllum líkindum aldrei aftur fá sjónina á hægra auganu. „Ef að golfboltinn hefði hitt mig aðeins til hliðar á höfuðið væri ég búin. Ég væri ekki hérna að tala við ykkur því að ég væri dáin,“ segir hún. Koepka er eðlilega eyðilagður yfir atvikinu. „Þetta er hörmulegt atvik. Ég er algjörlega miður mín. Þetta er hrikalegt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sló golfbolta og út af því er manneskja þarna úti sem missti sjón á öðru auganu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að atvikið átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. Remande er ekki reið út í Koepka. Hann var bara að sinna vinnu sinni en það sama gildir ekki um mótshaldarana og vallarverðina í París, að mati Remande. „Ég hef ekkert á móti kylfingnum því ég spila golf og veit hvernig á að spila það,“ segir hún, en Remande íhugar að leita réttar síns. „Reiði mín beinist að mótshöldurum í París því enginn kom að hitta mig og athuga hvernig mér liði. Það eru vallarverðir sem bera þá ábyrgð að láta vita af eitthvað gerist og verja áhorfendur,“ segir Corine Remande. Golf Tengdar fréttir Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Corine Remande, áhorfandinn sem að fékk golfbolta í augað á fyrsta degi Ryder-bikarsins, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um atvikið en hún veitti BBC viðtal um málið. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka missti teighögg sitt út fyrir sjöttu brautina og fór boltinn í augað á Remande með þeim afleiðingum að augað hálfpartinn sprakk. „Læknirinn sagði eiginmanni mínum að það varð mikil sprenging í auganu og nú er ómögulegt fyrir mig að sjá með hægra auganu,“ segir Remande við BBC en hún mun að öllum líkindum aldrei aftur fá sjónina á hægra auganu. „Ef að golfboltinn hefði hitt mig aðeins til hliðar á höfuðið væri ég búin. Ég væri ekki hérna að tala við ykkur því að ég væri dáin,“ segir hún. Koepka er eðlilega eyðilagður yfir atvikinu. „Þetta er hörmulegt atvik. Ég er algjörlega miður mín. Þetta er hrikalegt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sló golfbolta og út af því er manneskja þarna úti sem missti sjón á öðru auganu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að atvikið átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. Remande er ekki reið út í Koepka. Hann var bara að sinna vinnu sinni en það sama gildir ekki um mótshaldarana og vallarverðina í París, að mati Remande. „Ég hef ekkert á móti kylfingnum því ég spila golf og veit hvernig á að spila það,“ segir hún, en Remande íhugar að leita réttar síns. „Reiði mín beinist að mótshöldurum í París því enginn kom að hitta mig og athuga hvernig mér liði. Það eru vallarverðir sem bera þá ábyrgð að láta vita af eitthvað gerist og verja áhorfendur,“ segir Corine Remande.
Golf Tengdar fréttir Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30