Missti sjónina í Ryder-bikarnum: „Ég hefði getað dáið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans en það gerðu ekki mótshaldarar. vísir/getty Corine Remande, áhorfandinn sem að fékk golfbolta í augað á fyrsta degi Ryder-bikarsins, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um atvikið en hún veitti BBC viðtal um málið. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka missti teighögg sitt út fyrir sjöttu brautina og fór boltinn í augað á Remande með þeim afleiðingum að augað hálfpartinn sprakk. „Læknirinn sagði eiginmanni mínum að það varð mikil sprenging í auganu og nú er ómögulegt fyrir mig að sjá með hægra auganu,“ segir Remande við BBC en hún mun að öllum líkindum aldrei aftur fá sjónina á hægra auganu. „Ef að golfboltinn hefði hitt mig aðeins til hliðar á höfuðið væri ég búin. Ég væri ekki hérna að tala við ykkur því að ég væri dáin,“ segir hún. Koepka er eðlilega eyðilagður yfir atvikinu. „Þetta er hörmulegt atvik. Ég er algjörlega miður mín. Þetta er hrikalegt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sló golfbolta og út af því er manneskja þarna úti sem missti sjón á öðru auganu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að atvikið átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. Remande er ekki reið út í Koepka. Hann var bara að sinna vinnu sinni en það sama gildir ekki um mótshaldarana og vallarverðina í París, að mati Remande. „Ég hef ekkert á móti kylfingnum því ég spila golf og veit hvernig á að spila það,“ segir hún, en Remande íhugar að leita réttar síns. „Reiði mín beinist að mótshöldurum í París því enginn kom að hitta mig og athuga hvernig mér liði. Það eru vallarverðir sem bera þá ábyrgð að láta vita af eitthvað gerist og verja áhorfendur,“ segir Corine Remande. Golf Tengdar fréttir Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Corine Remande, áhorfandinn sem að fékk golfbolta í augað á fyrsta degi Ryder-bikarsins, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um atvikið en hún veitti BBC viðtal um málið. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka missti teighögg sitt út fyrir sjöttu brautina og fór boltinn í augað á Remande með þeim afleiðingum að augað hálfpartinn sprakk. „Læknirinn sagði eiginmanni mínum að það varð mikil sprenging í auganu og nú er ómögulegt fyrir mig að sjá með hægra auganu,“ segir Remande við BBC en hún mun að öllum líkindum aldrei aftur fá sjónina á hægra auganu. „Ef að golfboltinn hefði hitt mig aðeins til hliðar á höfuðið væri ég búin. Ég væri ekki hérna að tala við ykkur því að ég væri dáin,“ segir hún. Koepka er eðlilega eyðilagður yfir atvikinu. „Þetta er hörmulegt atvik. Ég er algjörlega miður mín. Þetta er hrikalegt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sló golfbolta og út af því er manneskja þarna úti sem missti sjón á öðru auganu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að atvikið átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. Remande er ekki reið út í Koepka. Hann var bara að sinna vinnu sinni en það sama gildir ekki um mótshaldarana og vallarverðina í París, að mati Remande. „Ég hef ekkert á móti kylfingnum því ég spila golf og veit hvernig á að spila það,“ segir hún, en Remande íhugar að leita réttar síns. „Reiði mín beinist að mótshöldurum í París því enginn kom að hitta mig og athuga hvernig mér liði. Það eru vallarverðir sem bera þá ábyrgð að láta vita af eitthvað gerist og verja áhorfendur,“ segir Corine Remande.
Golf Tengdar fréttir Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Kona sem ferðaðist frá Egyptalandi til að sjá bestu kylfinga heims spila sér nú aðeins með öðru auganum. 2. október 2018 11:30