Stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys Ólafur Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:14 Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins. Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%. Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar