Starfsmenn ósáttir við launahækkun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:00 Starfsmaður í einu af vöruhúsum Amazon á Bretlandi. Nordicphotos/Getty Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira