Starfsmenn ósáttir við launahækkun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:00 Starfsmaður í einu af vöruhúsum Amazon á Bretlandi. Nordicphotos/Getty Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira