Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Frá blaðamannafundi lögreglu 18. desember 2017. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira