Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 11:00 Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir vita loksins hvað þau skulda og ætla að selja húsið við Elliðavatn sem þau segja að gæti eins hafa verið byggt á indíánagrafreit. Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira