Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 11:00 Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir vita loksins hvað þau skulda og ætla að selja húsið við Elliðavatn sem þau segja að gæti eins hafa verið byggt á indíánagrafreit. Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira