Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 18:35 Forstjóri Brimborgar taldi að Kveiksliðar hefðu verið lævísar að setja fyrirtækið í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna. Fréttablaðið/Stefán Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi
Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26