Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 20:15 Susan Collins þykir á meðal hófsamari repúblikana, meðal annars vegna frjálslyndari afstöðu hennar til fóstureyðinga. Vísir/EPA Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent