Finna þarf urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. október 2018 07:30 Sífellt minna sorp er urðað en eftir stendur úrgangur eins og múrbrot, gler og uppmokstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira