Kristján Guðmundsson er tekinn við kvennaliði Stjörnunnar í knattspyrnu en hann semur til tveggja ára.
Kristján er reynslumikill þjálfari en hann stýrði síðast karlaliði ÍBV í Pepsi-deild karla.
Einnig hefur Kristján þjálfað lið eins og Keflavík og Val í karlaboltanum og gerði hann Keflavík að bikarmeisturum árið 2006.
Þá hefur hann einnig þjálfað í Færeyjum og varð hann færeyskur meistari með HB árið 2010.
Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur þjálfað Stjörnuna síðustu ár en hann lét af störfum eftir tímabilið í sumar.
Ólafur gerði frábæra hluti með Stjörnuliðið og gerði þær meðal annars tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum.
Stjarnan endaði í þriðja sæti Pepsi deildar kvenna í sumar.
Kristján Guðmundsson tekur við kvennaliði Stjörnunnar
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
