Teiknar það sem hún hefur aldrei séð Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. október 2018 07:30 Sunna útilokar ekki að hún muni henda upp streymi af sér að teikna. „Það væri hægt að gera eitthvað einhvern tímann í viðráðanlegri lengd, ef fólk hefði áhuga á að fylgjast með. Spurning hvort það kæmi illa út fyrir mig ef fólk sæi hversu mikið af teikningunum verður til út frá mistökum og brusseríi.“ Fréttablaðið/EYÞór Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira