Teiknar það sem hún hefur aldrei séð Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. október 2018 07:30 Sunna útilokar ekki að hún muni henda upp streymi af sér að teikna. „Það væri hægt að gera eitthvað einhvern tímann í viðráðanlegri lengd, ef fólk hefði áhuga á að fylgjast með. Spurning hvort það kæmi illa út fyrir mig ef fólk sæi hversu mikið af teikningunum verður til út frá mistökum og brusseríi.“ Fréttablaðið/EYÞór Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“