Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2018 23:32 Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Vísir/ Einar Árnason Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47