Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 20:23 Kellyanne Conway er einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn konum. Getty/Alex Wong Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent