Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 23:15 James Comey var forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI þangað til Donald Trump Bandaríkjaforseti rak hann í maí árið 2017. Getty/Andrew Harrer James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30