Vaxandi kannabisneysla á Suðurlandi: Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af ástandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2018 19:45 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur. Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur.
Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira