Utanríkisráðuneytið heimilaði lendingu herflugvéla í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 18:30 Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila. Utanríkismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila.
Utanríkismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira