Utanríkisráðuneytið heimilaði lendingu herflugvéla í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 18:30 Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila. Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila.
Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira