Orkuskiptin stórt ímyndarmál fyrir Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 10:08 Dr. Friðrik Larsen „Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september. Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
„Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september.
Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira