Emil náði ekki að stöðva Cristiano Ronaldo 23. september 2018 20:15 Emil í baráttunni við Ronaldo í kvöld vísir/getty Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Frosinone en náði hins vegar ekki að stöðva Cristiano Ronaldo og félaga í 2-0 sigri Juventus Juventus heimsótti Emil Hallfreðsson og félaga í Frosinone í 5. umferð Seríu A deildinni á Ítalíu. Frosinone var fyrir leikinn í fallsæti en Juventus á toppnum með fullt hús stiga. Heimamenn í Frosinone spiluðu þéttan varnarleik í kvöld með Emil á miðjunni. En þéttur varnarleikur dugði hins vegar ekki til gegn stjörnum prýddu liði Juventus. Það tók hins vegar stórliðið heilar 81. mínútur að skora eina mark leiksins en það gerði portúgalski snillingurinn, Cristiano Ronaldo. Emil var svo skipt af leikvelli skömmu eftir markið. Federico Bernardeschi bætti svo við öðru marki Juventus í uppbótatíma og innsiglaði 2-0 sigur ítölsku meistaranna. Juventus er því áfram með fullt hús stiga en Frosinone er enn í næst neðsta sæti, með eitt stig. Ítalski boltinn
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Frosinone en náði hins vegar ekki að stöðva Cristiano Ronaldo og félaga í 2-0 sigri Juventus Juventus heimsótti Emil Hallfreðsson og félaga í Frosinone í 5. umferð Seríu A deildinni á Ítalíu. Frosinone var fyrir leikinn í fallsæti en Juventus á toppnum með fullt hús stiga. Heimamenn í Frosinone spiluðu þéttan varnarleik í kvöld með Emil á miðjunni. En þéttur varnarleikur dugði hins vegar ekki til gegn stjörnum prýddu liði Juventus. Það tók hins vegar stórliðið heilar 81. mínútur að skora eina mark leiksins en það gerði portúgalski snillingurinn, Cristiano Ronaldo. Emil var svo skipt af leikvelli skömmu eftir markið. Federico Bernardeschi bætti svo við öðru marki Juventus í uppbótatíma og innsiglaði 2-0 sigur ítölsku meistaranna. Juventus er því áfram með fullt hús stiga en Frosinone er enn í næst neðsta sæti, með eitt stig.