Íbúar á Hlíð í efstu sætum alþjóðlegrar hjólakeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:15 Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira