„Það verður að stöðva hann“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 16:59 Erna Ómarsdóttir er ein þeirra sem skrifar undir bréfið þar sem Jan Fabre er sakaður um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna sinna. Vísir/GVA Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“ MeToo Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“
MeToo Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira