Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2018 08:45 Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna, hefur stýrt Svíþjóð frá árinu 2014. Vísir/Getty Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30