Sóknarfæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun