Var alltaf með augastað á Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2018 08:00 Gunnhildur Yrsa hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár vísir/vilhelm Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið. Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leiðinni í afar spennandi verkefni en þær eru búnar að samþykkja að ganga til liðs við Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni á láni fyrir komandi tímabil. Tæpur mánuður er í að deildin hefjist í Ástralíu og lýkur deildarkeppninni í febrúar. Verða þær því báðar komnar aftur til liða sinna, Vals og Utah Royals, áður en tímabilin hefjast. Kemur þetta því í staðinn fyrir langt undirbúningstímabil, eitthvað sem þekkist í bandarísku NWSL deildinni sem Gunnhildur leikur í. Styðja liðin þar við bakið á leikmönnum sem kjósa að leika í Ástralíu yfir vetrartímann þegar bandaríska deildin er ekki í gangi. „Það eru fimm mánuðir á milli tímabila í Bandaríkjunum og ég var alltaf með það í hausnum að fara til Ástralíu eins og margar í deildinni kjósa að gera. Ég ræddi það við þjálfarann þegar ég skrifaði undir og hann studdi þá ákvörðun en ég vildi ekki taka neina ákvörðun fyrr en það væri allt komið á hreint hvort það væru leikir með landsliðinu á þessum tíma. Ég hefði ekki farið ef þetta hefði komið í veg fyrir landsliðsverkefni,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur fékk tilboð frá nokkrum liðum í Ástralíu. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti ævintýraþrá og það hefði verið erfitt að segja nei við þessu tækifæri. Þetta er sterk deild og í staðinn fyrir undirbúningstímabil fæ ég að æfa og spila leiki í sterkri deild.“ Hún verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu og það líst henni vel á. „Það er mikill kostur að hafa Fanndísi, við vorum saman í liði í Noregi en náðum aldrei leik saman því ég var meidd. Ég var mjög ánægð að heyra að hún væri tilbúin að stökkva á þetta tækifæri. Liðið vantaði framherja og ég stakk upp á Fanndísi og þeir vissu hver hún er og voru strax spenntir,“ segir Gunnhildur og heldur áfram: „Ég á ekki von á fleiri Íslendingum, það hefði verið flott að fá fleiri en það er búið að semja við fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið,“ segir hún létt í lund aðspurð hvort von sé á fleiri Íslendingum í liðið.
Birtist í Fréttablaðinu NWSL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira