Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 20:00 Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira