Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 08:00 Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00