Talið að Ari sé staddur erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 10:34 Ari Rúnarsson er eftirlýstur á vef Interpol. Skjáskot/Interpol Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki. Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki.
Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06
Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33