Hæstiréttur mun kveða upp dóm í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála klukkan 14 í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá dómsuppkvaðningunni.
Sjá einnig: Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti
Hæstiréttur hefur gefið fjölmiðlum leyfi til að taka upp í hljóði og mynd þegar dómurinn verður kveðinn upp, en það heyrir til algjörrar undantekningar að slíkt sé leyft.
Sjá einnig:Málin erfið dómurum Hæstaréttar
Útsendingin hefst klukkan 13:45.

