Segja börn sækja í klám vegna lélegrar kynfræðslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 14:30 Bæði stelpur og strákar skoða klám á netinu til að fræðast um kynlíf. Vísir/getty Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún. Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún.
Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira