Innlent

Herferð UN Women sett af stað með áhrifamiklu myndbandi

Andri Eysteinsson skrifar
Ný herferð UN Women var sett af stað í dag með myndbandi sem birtist á Facebook.
Ný herferð UN Women var sett af stað í dag með myndbandi sem birtist á Facebook. Facebook / UN Women - Íslensk Landsnefnd
Landsnefnd UN Women á Íslandi frumsýndi í kvöld nýja áhrifamikla herferð sína á Facebook síðu sinni. UN Women – Íslensk Landsnefnd.

Í myndbandinu lesa nokkrir karlmenn upp sögur kvenna sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Meðal þeirra karla sem taka þátt í herferðinni eru rapparin Króli, fyrrum kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, Freyr Alexandersson og leikarinn Valur Freyr Einarsson svo einhverjir séu nefndir.

 

Myndbandið ber titilinn Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur og eiga margir karlanna erfitt með að lesa frásagnirnar. Sjá má myndbandið hér að neðan og lesa má sögur kvennanna í heild sinni á vef UN Women.

Myndbandið er hluti af #HeForShe herferðinni og ber það myllumerki ásamt myllumerkinu #ínafniallrakvenna.

Í lok myndbandsins birtast svo skilaboð þar sem áhorfendur eru kvattir til að fordæma kyndbundið ofbeldi á vef UN Women.

Rétt er að vara lesendur við grófum lýsingum af kynferðislegu ofbeldi í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×