Krakkafréttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar