Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag. Göngin verða svo formlega afhent ríkinu á sunnudag klukkan 15.
Eignarhaldsfélagið Spölur hf. hefur ásamt samgönguráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu lokið við gerð samnings um afhendingu Hvalfjarðarganganna. Tuttugu árum eftir að jarðgöngin voru opnuð fyrir umferð.
Ljóst er að daglegir notendur ganganna munu fagna þessum tímamótum enda lagt sitt af mörkum til að greiða fyrir framkvæmdina á undangengnum áratugum.
Gjaldtöku í göngin hætt í dag

Tengdar fréttir

Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári.

Hætta að rukka í göngin 28. september
Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september.

Frítt í Hvalfjarðargöngin frá og með eftirmiðdegi á morgun
Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn.