Herforingi í bakgarðinum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. september 2018 08:00 Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender, segir Jón Óskar Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira