Ronaldo með tvær stoðsendingar er Juventus náði sex stiga forskoti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo glottir við tönn í dag.
Ronaldo glottir við tönn í dag. vísir/getty
Juventus er komið með sex stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Napoli í stórleik helgarinnar á Ítalíu.

Það byrjaði vel fyrir Napoli því eftir tíu mínútur voru þeir komnir í 1-0 með marki frá Dries Mertens en Jose Callejon átti stoðsendinguna.

Sú staða var ekki lengi því stundarfjórðungi jafnaði Mario Mandzukic metin eftir undirbúning Cristiano Ronaldo og 1-1 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks var Króatinn Mandzukic aftur á ferðinni er hann kom Juventus í 2-1 og stundarfjórðungi fyrir leikslok innsiglaði Leonardo Bonucci sigurinn eftir aðra stoðsendingu Ronaldo.

Juventus er því á toppnum með 21 stig, sjö sigra í fyrstu sjö leikjunum, en Napoli er í öðru sætinu með 15 stig. Það stefnir því ekki í mikla spennu á Ítalíu í vetur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira