Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 19:52 Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun. Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun.
Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira