Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2018 09:30 Bæði verjendur og saksóknari voru ánægðir með málalok í Hæstarétti í fyrradag. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira