Guðlaugur lagði áherslu á verndun hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 09:56 Guðlaugur ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. UN Photos Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér. Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér.
Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira