DIY-hljómsveitin BSÍ stöðvaði umferðina Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. september 2018 06:00 Þau Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ sem gaf út sína fyrstu plötu á föstudag. Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira