Seinkun á heimkomu Íslendinga eftir ofsaakstur sem lauk á flugbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 14:11 Frá vettvangi í Lyon í dag. Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira