Borgaralegu flokkarnir vilja stjórnarmyndunarumboð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. september 2018 19:00 Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49