Borgaralegu flokkarnir vilja stjórnarmyndunarumboð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. september 2018 19:00 Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49