„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2018 20:30 Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín. Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín.
Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira