Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 20:30 Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30