Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Íþróttadeild skrifar 11. september 2018 20:54 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu við þá Jan Vertonghen og Vincent Kompany á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira