Spilamennska Íslands í kvöld einkenndist af baráttu og vilja; sér í lagi fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar þar sem liðið fékk tækifæri til þess að skora.
Eftir það gengu Belgarnir á lagið og stjórnuðu ferðinni út leikinn. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu svo við þriðja markinu í síðari hálfleik.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var vopnaður myndavélinni í Laugardalnum í kvöld og hér að neðan má sjá afraksturinn.







